Guðjón: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2020 08:00 Guðjón Baldvins (t.v.) var frábær í liði Stjörnunnar í gærkvöld. Vísir/HAG Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn