„Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2020 15:31 Ásgeir Trausti varð að halda tónleika í Hrísey. Mynd/valgeir magnússon Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum. Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum.
Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira