30 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2020 14:09 Ytri-Rangá á fallegum degi. mynd/ gar Veiðin í Ytri Rangá hefur kannski ekki alveg verið í takt við systuránna en engu að síður er veiðin ágæt þó hún hafi oft verið meiri. Það er lax að ganga á hverju flóði og það sést ágætlega þegar það bætist við í Djúpós og nýjir laxar fara að stökkva á breiðunni. Veiðivísir heyrði í Bjarka Má Jóhannssyni yfirleiðsögumanni við Ytri Rangá og segir hann stöðuna vera alveg viðundandi en það séu þessa dagana um 30 laxar að veiðast á dag. Heildarveiðin var komin í 575 laxa í síðustu viku en nýjar veiðitölur verða uppfærðar á vef Landssambands Veiðifélaga á morgun. Vegna forfalla erlendra veiðimanna er sama sagan þar eins og í öðrum ám, eitthvað af stöngum koma aftur í sölu og tilboð hafa verið auglýst af og til. Það gæti verið spennandi tími framundan þar sem það er stórstreymt í dag og það er vel þekkt að síðsumars stórstreymið skilar oft fínum göngum í ánna. Stangveiði Mest lesið 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Veiðin í Ytri Rangá hefur kannski ekki alveg verið í takt við systuránna en engu að síður er veiðin ágæt þó hún hafi oft verið meiri. Það er lax að ganga á hverju flóði og það sést ágætlega þegar það bætist við í Djúpós og nýjir laxar fara að stökkva á breiðunni. Veiðivísir heyrði í Bjarka Má Jóhannssyni yfirleiðsögumanni við Ytri Rangá og segir hann stöðuna vera alveg viðundandi en það séu þessa dagana um 30 laxar að veiðast á dag. Heildarveiðin var komin í 575 laxa í síðustu viku en nýjar veiðitölur verða uppfærðar á vef Landssambands Veiðifélaga á morgun. Vegna forfalla erlendra veiðimanna er sama sagan þar eins og í öðrum ám, eitthvað af stöngum koma aftur í sölu og tilboð hafa verið auglýst af og til. Það gæti verið spennandi tími framundan þar sem það er stórstreymt í dag og það er vel þekkt að síðsumars stórstreymið skilar oft fínum göngum í ánna.
Stangveiði Mest lesið 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði