Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir gaf sér tíma til að árita takkaskó ungra Blika eftir stórsigur Breiðabliks á Val, 4-0, í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik rúllaði yfir Íslandsmeistara Vals, 4-0, á Kópavogsvelli í gær. Sveindís, sem kom á láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, hefur farið vel af stað í græna búningnum og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum Blika í Pepsi Max-deildinni. Með sigrinum í gær minnkaði Breiðablik forskot Vals á toppi deildarinnar niður í eitt stig. Blikar eiga auk þess tvo leiki til góða á Valskonur. Þessi lið voru í sérflokki á síðasta tímabili og flestir búast við því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra tveggja. Staðan í hálfleik í leiknum í gær var markalaus en byrjunin á seinni hálfleik var ótrúleg. Á 46. mínútu kom Sveindís Breiðabliki yfir eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Valur tók miðju, tapaði boltanum og nokkrum sekúndum síðar skoraði Sveindís aftur, nú eftir stungusendingu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Sveindís skoraði sitt þriðja mark á 77. mínútu og tíu mínútum síðar gerði Berglind Björg fjórða mark Blika. Agla María lagði bæði mörkin upp og átti því stoðsendingaþrennu í leiknum. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar með markatölunni 19-0. Næsti leikur Blika er gegn nýliðum Þróttara á heimavelli á föstudaginn. Sveindís var að vonum hin kátasta eftir leik og gaf sér tíma til að árita takkaskó fyrir unga Blika sem voru í stúkunni á Kópavogsvelli. Hana vantar aðeins eitt mark til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili. Sveindís skoraði þá sjö mörk í sautján leikjum fyrir Keflavík sem féll. Hún hefur alls skorað þrettán mörk í 22 leikjum í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær, þegar Sveindís áritaði takkaskó fyrir unga iðkendur Breiðabliks og viðtal við hana. Klippa: Breiðablik rúllaði yfir Val Klippa: Sveindís áritar Klippa: Viðtal við Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50