Mynduðu hnetti á braut um stjörnu sem líkist sólinni í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 13:17 Móðurstjarnan TYC 8998-760-1 er í efra vinstra horni myndarinnar og gasrisarnir tveir sjást á miðju hennar og í neðra hægra horni. ESO/Bohn og fleiri Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira