Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson og Anton Ingi Leifsson skrifa 24. júlí 2020 19:15 Eggert Gunnþór ræddi við Anton Inga í Kaplakrika í dag. Mynd/Stöð 2 Sport Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH
Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Sjá meira
Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30