Mikið líf í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2020 12:00 Bjartur Ari með flottann birting úr Varmá í gær Mynd: www.svfr.is Varmá gleymist stundum þegar verið er bóka stutta veiðitúra á miðju sumri sem er skrítið því einmitt þá er oft frábær veiði í ánni. Bjartur Ari var við veiðar í gær með vini sínum Guðmundi Kára og voru þeir varir við mikið magn af fiski á flestum svæðum. Sjóbirtingarnir voru eins og tundurskeyti þegar þeir komu á fullri ferð upp ánna, þeir voru varir við göngurnar á bökkum en einnig sáu þeir fiska ganga fyrir ofan þjóðveg. Þeir félagar fengu fimm sjóbirtinga og misstu eitthvað svipað, einn af þeim misstu voru víst algjör skepna sem var aldrei undir 80cm! Heitustu staðirnir voru Bakkar, Gamla Stífla, Teljarinn og síðan breiðan fyrir neðan rörið neðan við Reykjafoss. Flestir fiskarnir tóku litlar straumflugur en sá stærsti tók svartan Dýrbít og mældist birtingurinn 65cm og alveg hnöttóttur! Bjartur segir að hann hafi aldrei séð jafn mikið af fiski í ánni og núna, göngurnar sem komu upp voru rosalegar og hylurinn bókstaflega lyftist þegar þær straujuðu í gegn. Það er án efa kominn fiskur upp fyrir Reykjafoss og er það svæði talið það skemmtilegasta í ánni. Við viljum benda þeim á sem eru að fara í Varmá að loka öllum hliðum á eftir sér. Fréttin er af vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Varmá gleymist stundum þegar verið er bóka stutta veiðitúra á miðju sumri sem er skrítið því einmitt þá er oft frábær veiði í ánni. Bjartur Ari var við veiðar í gær með vini sínum Guðmundi Kára og voru þeir varir við mikið magn af fiski á flestum svæðum. Sjóbirtingarnir voru eins og tundurskeyti þegar þeir komu á fullri ferð upp ánna, þeir voru varir við göngurnar á bökkum en einnig sáu þeir fiska ganga fyrir ofan þjóðveg. Þeir félagar fengu fimm sjóbirtinga og misstu eitthvað svipað, einn af þeim misstu voru víst algjör skepna sem var aldrei undir 80cm! Heitustu staðirnir voru Bakkar, Gamla Stífla, Teljarinn og síðan breiðan fyrir neðan rörið neðan við Reykjafoss. Flestir fiskarnir tóku litlar straumflugur en sá stærsti tók svartan Dýrbít og mældist birtingurinn 65cm og alveg hnöttóttur! Bjartur segir að hann hafi aldrei séð jafn mikið af fiski í ánni og núna, göngurnar sem komu upp voru rosalegar og hylurinn bókstaflega lyftist þegar þær straujuðu í gegn. Það er án efa kominn fiskur upp fyrir Reykjafoss og er það svæði talið það skemmtilegasta í ánni. Við viljum benda þeim á sem eru að fara í Varmá að loka öllum hliðum á eftir sér. Fréttin er af vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði