Gullverð hefur snarhækkað síðustu daga. Í morgun náði það methæðum og stendur nú í 1.926 dollurum á hverja únsu, sem gera um 262 þúsund íslenskar krónur.
Á föstudaginn var eldra met, sem staðið hafði frá árinu 2011, slegið og í morgun hefur hækkunin haldið áfram.
Verð á gulli og silfri og öðrum góðmálmum hefur hækkað mikið undanfarið og eru þær hækkanir raktar til óvissu í heimsmálunum, spennunnar á milli Bandaríkjanna og Kína og ekki síst kórónuveirufaraldursins og efnahagskreppunnar sem hann hefur leitt af sér.