Ingvar um markið hans Hilmars Árna: „Er aldrei að fara gefa hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 14:00 „Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
„Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00
Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15