Hollið með 71 lax í Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:19 Hofsá í Vopnafirði. Vísir/Trausti Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar. Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði
Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar.
Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði