Andri: Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik Einar Kárason skrifar 28. júlí 2020 20:57 Eyjastúlkur eru komnar með tvo sigra í röð. vísir/daníel Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“ Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30