Lífið

Tíu mest ógnvekjandi sundlaugar heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki allir sem þora í þessar laugar. 
Ekki allir sem þora í þessar laugar. 

Flestöllum þykir nokkuð notalegt að slaka á í sundlauginni og það þekkjum við Íslendingar mjög vel .

Sundlaugar eru oft á tíðum vinsælir ferðamannastaðir um allan heim. Sumar þeirra eru mjög ógnvekjandi og ekki fyrir alla.

Á YouTube-síðunni Top Trending er búið að taka saman tíu mest ógnvekjandi laugar heims. Sumar þeirra eru einskonar náttúrulaugar sem hægt er að baða sig í. Þar hafa t.d. þónokkuð margir slasað sig alvarlega.

Ein laugin er staðsett í Feneyjum á Ítalíu og er fjörutíu metra djúp og svo má sjá stærstu sundlaug heims í Síle. Svo má að sjálfsögðu finna fræga sundlaug í Singapúr sem er uppi á þaki hótelsins Marina Bay Sands.

Hér að neðan má sjá yfirferð Top Trending.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.