Sjáðu þegar eyrnalokkar komu í veg fyrir víti Margrétar - Hefði skotið í rangt horn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 14:26 Margrét Árnadóttir varð að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var tekin. mynd/stöð 2 sport Margrét Árnadóttir kom inn á sem varamaður og skoraði mark fyrir Þór/KA í 2-1 sigri á KR en fékk ekki að taka víti sem hún nældi í vegna þess að hún var með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Atvikið má sjá hér að neðan. Margrét hefði verið mínútu inni á vellinum þegar hún jafnaði metin í 1-1 á 56. mínútu. Tuttugu mínútum síðar nældi hún svo í vítaspyrnu sem hún hugðist taka. Laufey Björnsdóttir, leikmaður KR, benti hins vegar Sveini Arnarssyni dómara á það að Margrét væri með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Aðstoðardómari hafði ekki tekið eftir lokkunum þegar hann hleypti Margréti inn á völlinn. Margrét fékk gult spjald og var send að losa sig við eyrnalokkana, sem hún var fljót að gera, en dómari skipaði henni svo að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var framkvæmd. Það kom í hlut Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur að taka spyrnuna og hún skaut boltanum vinstra megin í markið og skoraði. „Ég vil meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét í viðtali við Einar Sigtryggsson á mbl.is. Hún gat hlegið að atvikinu eftir á: „Mér er alveg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár nætur ef hún hefði klúðrað vítinu út af ruglinu í mér,“ sagði Margrét við Einar. Klippa: Tók ekki vítið vegna eyrnalokkanna Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Margrét Árnadóttir kom inn á sem varamaður og skoraði mark fyrir Þór/KA í 2-1 sigri á KR en fékk ekki að taka víti sem hún nældi í vegna þess að hún var með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Atvikið má sjá hér að neðan. Margrét hefði verið mínútu inni á vellinum þegar hún jafnaði metin í 1-1 á 56. mínútu. Tuttugu mínútum síðar nældi hún svo í vítaspyrnu sem hún hugðist taka. Laufey Björnsdóttir, leikmaður KR, benti hins vegar Sveini Arnarssyni dómara á það að Margrét væri með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Aðstoðardómari hafði ekki tekið eftir lokkunum þegar hann hleypti Margréti inn á völlinn. Margrét fékk gult spjald og var send að losa sig við eyrnalokkana, sem hún var fljót að gera, en dómari skipaði henni svo að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var framkvæmd. Það kom í hlut Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur að taka spyrnuna og hún skaut boltanum vinstra megin í markið og skoraði. „Ég vil meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét í viðtali við Einar Sigtryggsson á mbl.is. Hún gat hlegið að atvikinu eftir á: „Mér er alveg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár nætur ef hún hefði klúðrað vítinu út af ruglinu í mér,“ sagði Margrét við Einar. Klippa: Tók ekki vítið vegna eyrnalokkanna
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45