Zlatan Ibrahimović í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:31 Hinn 38 ára gamli Zlatan stökk manna hæst er Milan valtaði yfir Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Paolo Rattini/Getty Images Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira