Mesti samdráttur í sögu evrusvæðisins Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:24 Áhrif kórónuveirufaraldursins sjást greinilega á nær auðri Poniente-ströndinni á Benidorm þessa dagana. Veiran og aðgerðir gegn henni eru orsök gríðarlegs efnahagssamdráttar á Spáni og í Evrópu. Vísir/EPA Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33