Brasilískur fótboltamaður segist vera hrifinn af íslensku leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 09:00 Fred Saraiva í leik með Fram á móti Álftanesi í Mjólkurbikarnum. Vísir/HAG Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira