Litlir 28 milljarðar króna undir á Wembley í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 14:01 Brentford vann báða leikina gegn Fulham í B-deildinni. getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira