Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, tísti á dögunum þessu:
Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.
— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020
Tísti kom í kjölfarið af hertur sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og í kjölfarið hafa tónlistarmenn aftur lítið að gera þar sem aðeins hundrað manns mega koma saman á sama stað og uppfylla þarf svokallaða tveggja metra reglu.
Eftir tístið og þegar fjölmiðlar greindi frá viðbrögðum tónlistarmanna fékk Gauti yfir sig misfalleg ummæli.
Hann mætti í Brennsluna í morgun og las upp nokkur valin tíst sem hann fékk yfir sig.
Hér að neðan má lesa nokkur þeirra.
„Það er ekki 2015 Emmsjé. Það er öllum drullusama um þig.“
„Hættu að rífa kjaft Emmsjé Gauti. Þú sökkar.“
„Ég hugsa að það séu minni líkur á því að smitast á Rey Cup heldur en á tónleikum hjá einhverjum has been röppurum. Á Rey Cup koma allavega góðir söngvarar.“
„Troddu þessum orðum upp í rassgatið á þér.“
„Helvítis aumingi. Ég held að það sé meira hugsað út í smitvörn á Rey Cup heldur en á tónleikum á svona skít eins og þér.“
„Þú ert lítill skítur, varla prump.“