Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 15:59 Guðni Th. Jóhannesson og Dagur B. Eggertsson hafa sent samúðarkveðjur til Líbanon. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna. Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna.
Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12