Guardiola vill fjóra nýja leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 23:00 „Ég vill svona mikið af nýjum leikmönnum,“ gæti Pep verið að segja hér. Matt McNulty/Getty Images Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira