Það máttu engir áhorfendur vera á pöllunum í Evrópuleikjum gærkvöldsins en stuðningsmenn danska liðsins FCK mættu þess í stað bara fyrir utan völlinn og höfðu gaman.
FCK var 1-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Danirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur í síðari leik liðanna í gær.
Stuðningsmenn danska liðsins eru ansi ástríðufullir eins og sjá mátti í gær en þeir fjölmenntu fyrir utan völlinn og voru mættir er rútan með leikmönnum liðsins mætti á völlinn.
Ekki varð stemningin verri eftir leik og stóðu hátíðarhöldin fram undir morgni.
Blys, flugeldar og alls kyns verkfæri voru notuð í fagnaðarlátunum og átti stuðningsmenn liðsins erfitt með að koma sér út í bílana sína.
FCK varð ekki danskur meistari í ár, sem stefnan er á hvert einasta timabil, en þeir hafa hins vegar leikið á alls oddi í Evrópudeildinni.
Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslitin og mæta Manchester United í Köln á mánudagskvöldið.
Fleiri myndbönd af stemningunni má sjá með því að smella hér.