Perlur Íslands: „Ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 21:00 Það eru fáar myndir til af Aldísi á ferðalagi, þar sem hún er alltaf með myndavélina. Mynd úr einkasafni „Mig langar að segja Vestfirðir en þeir innihalda heldur betur heilan fjársjóð af Náttúruperlum,“ segir ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir um sína uppáhalds perlu hér á landi. „Ég er meðal annars ættuð að vestan, sem og norðan og sunnan. En Afi minn kemur af Vestfjörðum.“ Afi AldísarMynd/Aldís Pálsdóttir „Það hefur verið fjölskylduhefð hjá okkur niðjum hans, að fara í góða helgarferð Vestur með honum. Við leigjum saman stórt hús / ferðakofa, þar sem er pláss helst fyrir alla. Við getum verið allt að 50 til 60 manns - fjölskyldan, og bestu vinir afa koma með.“ Frá ÖnundarfirðiMynd/Aldís Pálsdóttir „Afi skipuleggur gönguferðir um landið í nágrenni við gististaðinn sem allir taka þátt í, sem vilja og svo er sameiginlegur kvöldmatur og yngsta fólkið sér um kvöldskemmtun. Við erum þá ýmist að ganga á fjöll eða ganga fyrir firði, svo ég nefni eitthvað. Einu sinni sigldum við að Hesteyri, og gengum þar yfir í Aðalvík sem var algjörlega einstakt, því þangað er ekki hægt að koma nema með bát, svo það er lítið um mannaferðir.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir „Ég hef ekki ennþá séð allar perlurnar sem Vestfirðirnir hafa upp á að bjóða. En þær sem ég hef fengið að upplifa í gegnu þessar fjölskylduferðir þykir mér vænt um að eiga í minningunni og sérstaklega vegna þess að við eigum öll þessar minningar með afa. Og án hans, værum við ekki að ferðast saman í svona stórum hópi - og þar af leiðandi að kynnast hvort öðru og landinu betur. Afi segir okkur hinar ýmsu sögur af forfeðrum okkar í hverjum göngutúr, við finnum jafnvel gamlar tóftir, því yfirleitt er hægt að tengja þá staði sem við veljum, í beinan legg til okkar. Og ef ekki okkar, þá hefur Fjalla Eyvindur verið þar.“ Við höfum nokkrum sinnum gist í Holti, í Önundarfirði sem er ævintýralegt umhverfi. Þá er hefð hjá ungafólkinu, að hoppa af Holtsbryggju út í kaldan sjóinn. Ef þú myndir spyrja börnin mín, þá væri það besta upplifun allra tíma. Mynd/Aldís Pálsdóttir „En ef ég á að nefna bara einn stað þá langar mig að segja Rauðasandur.“ Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er 10 km löng sandströnd staðsett sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). RauðisandurMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég varð orðlaus, þegar ég kom þangað og langaði alls ekki að fara þaðan. Mér leið eins og ég væri í kvikmyndaveri. Við vorum eina fólkið á sandinum, og það var sól en samt skýjahnoðrar á bláum himni, sem speglaðist á sléttum sjónum sem svo kyssti appelsínugula ströndina. Algjörlega magnað.“ RauðisandurMynd/Aldís Páls „Ég átti ekki til orð yfir því hversu fallegt væri allt í kringum okkur.. Börnin léku sér í flæðamálinu, og ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju. Ég vil endilega koma þangað aftur í sumar og til að gera ennþá meira úr ferðalaginu, er algjör snilld að koma við í Flatey á leiðinni vestur.“ FlateyMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég elska að ferðast um landið okkar, og safna minningum með fólkinu mínu. Árbók Ferðafélags Íslands 2020, er einmitt um þennan kjálka af Vestfjörðum. Rauðasandshreppur hinn forni. Ég mæli með að skoða hana.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir Góða ferð Perlur Íslands Ferðalög Tengdar fréttir Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu. 11. júní 2020 12:30 Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna. 10. júní 2020 21:00 Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Mig langar að segja Vestfirðir en þeir innihalda heldur betur heilan fjársjóð af Náttúruperlum,“ segir ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir um sína uppáhalds perlu hér á landi. „Ég er meðal annars ættuð að vestan, sem og norðan og sunnan. En Afi minn kemur af Vestfjörðum.“ Afi AldísarMynd/Aldís Pálsdóttir „Það hefur verið fjölskylduhefð hjá okkur niðjum hans, að fara í góða helgarferð Vestur með honum. Við leigjum saman stórt hús / ferðakofa, þar sem er pláss helst fyrir alla. Við getum verið allt að 50 til 60 manns - fjölskyldan, og bestu vinir afa koma með.“ Frá ÖnundarfirðiMynd/Aldís Pálsdóttir „Afi skipuleggur gönguferðir um landið í nágrenni við gististaðinn sem allir taka þátt í, sem vilja og svo er sameiginlegur kvöldmatur og yngsta fólkið sér um kvöldskemmtun. Við erum þá ýmist að ganga á fjöll eða ganga fyrir firði, svo ég nefni eitthvað. Einu sinni sigldum við að Hesteyri, og gengum þar yfir í Aðalvík sem var algjörlega einstakt, því þangað er ekki hægt að koma nema með bát, svo það er lítið um mannaferðir.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir „Ég hef ekki ennþá séð allar perlurnar sem Vestfirðirnir hafa upp á að bjóða. En þær sem ég hef fengið að upplifa í gegnu þessar fjölskylduferðir þykir mér vænt um að eiga í minningunni og sérstaklega vegna þess að við eigum öll þessar minningar með afa. Og án hans, værum við ekki að ferðast saman í svona stórum hópi - og þar af leiðandi að kynnast hvort öðru og landinu betur. Afi segir okkur hinar ýmsu sögur af forfeðrum okkar í hverjum göngutúr, við finnum jafnvel gamlar tóftir, því yfirleitt er hægt að tengja þá staði sem við veljum, í beinan legg til okkar. Og ef ekki okkar, þá hefur Fjalla Eyvindur verið þar.“ Við höfum nokkrum sinnum gist í Holti, í Önundarfirði sem er ævintýralegt umhverfi. Þá er hefð hjá ungafólkinu, að hoppa af Holtsbryggju út í kaldan sjóinn. Ef þú myndir spyrja börnin mín, þá væri það besta upplifun allra tíma. Mynd/Aldís Pálsdóttir „En ef ég á að nefna bara einn stað þá langar mig að segja Rauðasandur.“ Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er 10 km löng sandströnd staðsett sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). RauðisandurMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég varð orðlaus, þegar ég kom þangað og langaði alls ekki að fara þaðan. Mér leið eins og ég væri í kvikmyndaveri. Við vorum eina fólkið á sandinum, og það var sól en samt skýjahnoðrar á bláum himni, sem speglaðist á sléttum sjónum sem svo kyssti appelsínugula ströndina. Algjörlega magnað.“ RauðisandurMynd/Aldís Páls „Ég átti ekki til orð yfir því hversu fallegt væri allt í kringum okkur.. Börnin léku sér í flæðamálinu, og ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju. Ég vil endilega koma þangað aftur í sumar og til að gera ennþá meira úr ferðalaginu, er algjör snilld að koma við í Flatey á leiðinni vestur.“ FlateyMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég elska að ferðast um landið okkar, og safna minningum með fólkinu mínu. Árbók Ferðafélags Íslands 2020, er einmitt um þennan kjálka af Vestfjörðum. Rauðasandshreppur hinn forni. Ég mæli með að skoða hana.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir Góða ferð
Perlur Íslands Ferðalög Tengdar fréttir Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu. 11. júní 2020 12:30 Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna. 10. júní 2020 21:00 Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu. 11. júní 2020 12:30
Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna. 10. júní 2020 21:00
Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30