Guðni Bergsson: Staðan versnað síðan við sóttum um undanþágu Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. skjáskot/stöð2 Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan. KSÍ Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
KSÍ Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira