Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 8. ágúst 2020 12:53 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03