Hundrað þúsund Brasilíumenn látist í faraldrinum Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 23:19 Eitt hundrað rauðum blöðrum var sleppt á Copacabana ströndinni í Ríó til að minnast hinna látnu. Getty/Anadolu Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira