„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2020 20:15 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. vísir/skjáskot „Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
„Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti