Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar.
Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan 14:03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Hér að neðan má einnig fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum.
Þrír munu halda tölu og sitja fyrir svörum á fundinum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum hér á landi. Alma Möller landlæknir fær hins vegar frí í dag.
Gestur þeirra Víðis og Þórólfs á fundinum verður Már Kristjánsson, yfirmaður smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum.