Engar breytingar varðandi landamærin að svo stöddu Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 12. ágúst 2020 22:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir á landamærunum ekki þurfa að haldast í hendur við aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13