Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2020 10:30 Gerður opnaði sig um þær aðgerðir sem hún hefur farið í frá sautján ára aldri. Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira