Dómararnir í sjokki þegar Regína og Max voru send heim Sóley Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2020 21:30 Úrslitin komu flestum á óvart Vísir/M. Flóvent Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira