Verstappen framlengir og ætlar að verða heimsmeistari með Red Bull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 18:00 Verstappen hefur unnið átta keppnir síðan hann byrjaði að aka fyrir Red Bull 2016. vísir/getty Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín. Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín.
Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30