Þingvallanefnd hittist til að fara yfir samninginn við Ólínu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2020 13:00 Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar blés til fundar í nefndinni í dag vegna samningsins við Ólínu Þorvarðardóttur Vísir/Egill Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018. Nefndin vísaði málinu til ríkislögmanns í október sem náði sáttum við Ólínu rétt fyrir jól. Fram hefur komið að nefndin fyrirhugaði að hittast ekki fyrr en 22. janúar vegna málsins en honum var flýtt. Fundurinn hófst núna klukkan 13. Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir að eftir fundinn verði send yfirlýsing, ef að nefndarmenn eru sammála. Yfirlýsingin verði sambærileg og sú sem send var í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála í vor þar sem kom m.a. fram að: ,,Þingvallanefnd harmar að ekki hafi tekist betur til við undirbúning ákvörðunar um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar umrætt sinn en vill í því sambandi taka fram að fenginn var sérfræðingur í ráðningarmálum frá Capacent til að vera nefndinni til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Þingvallanefnd taldi sig hafa undirbúið ákvörðun sína með fullnægjandi hætti og í samræmi við ákvæði laga. Nefndin tekur hins vegar fulla ábyrgð á þeim annmörkum sem bent hefur verið á af hálfu kærunefndar jafnréttismála og telur rétt að una niðurstöðunni. Þingvallanefnd mun framvegis taka mið af þeim athugasemdum kærunefndarinnar sem koma fram í forsendum fyrir niðurstöðu hennar í málinu.“ Í gær sagði varaformaður Þingvallanefndar, Vilhjálmur Árnason, að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðsvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018. Nefndin vísaði málinu til ríkislögmanns í október sem náði sáttum við Ólínu rétt fyrir jól. Fram hefur komið að nefndin fyrirhugaði að hittast ekki fyrr en 22. janúar vegna málsins en honum var flýtt. Fundurinn hófst núna klukkan 13. Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir að eftir fundinn verði send yfirlýsing, ef að nefndarmenn eru sammála. Yfirlýsingin verði sambærileg og sú sem send var í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála í vor þar sem kom m.a. fram að: ,,Þingvallanefnd harmar að ekki hafi tekist betur til við undirbúning ákvörðunar um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar umrætt sinn en vill í því sambandi taka fram að fenginn var sérfræðingur í ráðningarmálum frá Capacent til að vera nefndinni til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Þingvallanefnd taldi sig hafa undirbúið ákvörðun sína með fullnægjandi hætti og í samræmi við ákvæði laga. Nefndin tekur hins vegar fulla ábyrgð á þeim annmörkum sem bent hefur verið á af hálfu kærunefndar jafnréttismála og telur rétt að una niðurstöðunni. Þingvallanefnd mun framvegis taka mið af þeim athugasemdum kærunefndarinnar sem koma fram í forsendum fyrir niðurstöðu hennar í málinu.“ Í gær sagði varaformaður Þingvallanefndar, Vilhjálmur Árnason, að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðsvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06