„Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 20:52 Guðmundur Ragnar Guðmundsson er einn þeirra Íslendinga sem hefur prófað Ayahuasca ofskynjunarlyfið. stöð 2 Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur svokallað (DMT) efni sem er á bannlista á Íslandi og víðar. En þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Einn Þeirra er Guðmundur Ragnar Guðmundsson og segir hann frá sinni eigin reynslu af efninu í Íslandi í dag. Hann hefur prófað efnið nokkrum sinnum í svokölluðum Ayahuasca athöfnum þar sem margir aðilar neyta efnisins saman undir handleiðslu nokkurskonar seiðkarls sem þekkir vel inn á eiginleika efnisins. En hvað er þetta nákvæmlega og hvað gerist þegar maður innbyrðir náttúruseyðið ayahuasca? Úr Ayahuasca athöfn þar sem margir koma saman og neyta efnisins undir handleiðslu seiðkarls.stöð 2 „Ég myndi segja að þetta sé eins og ýkt útgáfa af því að slaka á gagnvart bremsum sem maður hefur innra með sjálfum sér. Til dæmis hef ég haft mikið að gera, mikið stress og erfið samskipti og komin í einhverja spennu sem ég tek ekki eftir þá losnar um það. Það losnar svolítið um stjórnina sem ég hef á því hvað ég skynja,“ segir Guðmundur. „Það eru tvær jurtir sem eru notaðar í þetta, önnur jurtin er vafningsjurt sem heitir Ayahuasca, stilkurinn af henni er notaður í þetta. Efnin sem eru í því eru róandi og slakandi efni og ekki mjög áhrifarík. Svo eru lauf af tré sem innihalda DMT sem veldur skynbreytingum og þetta er soðið saman í eins konar te, sem er frekar vont á bragðið.“ Guðmundur segir það heilmikla kúnst að geta gert svona te og segir hann að eins konar víma fáist úr því að drekka teið. „Þetta er óvanalegt ástand miðað við hvernig við erum daglega en þetta er ekki vímuefni í merkingunni að komast frá sjálfum sér. Sumir segja að vímuefni sé efni til að aftengja sig, deyfa sig með tóbaki, örva sig með einhverju og koma sér frá sjálfum sér en þetta er meira að maður horfi í spegil. Þannig að það fer eftir því hvað fólk meinar með vímu, þetta er allavega óvanalegt ástand miðað við hvernig maður er dags daglega,“ segir Guðmundur. Blandað er tvenns konar jurtum saman til að búa til Ayahuasca teið, þar á meðal stilknum af Ayahuasca jurtinni sem sést hér.stöð 2 Guðmundur segir ekki auðvelt að kalla efnið fíkniefni. Fólk sæki sjaldan í efnið strax aftur. „Þetta er oft þannig reynsla að fólk þarf að vinna úr einhverju sem það sá og eitthvað svoleiðis og það er mjög óalgengt að fólk stundi þetta, ég get eiginlega ekki séð hvernig það ætti að vera hægt.“ Vildi komast að því af hverju hann væri tilfinningalega frosinn Guðmundur ákvað að próf Ayahuasca eftir að hann byrjaði að vinna í sjálfum sér og komst að því að hann væri stíflaður tilfinningalega að eigin sögn. stöð 2 „Ég er búinn að þurfa að vinna í sjálfum mér, þurfti að hætta að drekka og vinna í sjálfum mér og hvernig mín æska var og svona, dálítið algeng vandamál og ég var orðinn stíflaður tilfinningalega. Ég á tvær dætur og náði ekki að tengjast þeim tilfinningalega og var bara dáldið svona róbot, var að reyna að gera mitt besta og þykjast vera góð manneskja. Og þannig fór Guðmundur í sína fyrstu Ayahuasca athöfn. Þar situr fólk saman og fólk er á staðnum sem passar upp á þá sem taka þátt í athöfninni og leitt er með tónlist. „Ég kem á staðinn til þess að drekka þetta te og skynja hvað er á bak við þetta frost sem er í mér. Það gerist þarna eitthvað sem ég hafði haft hugmynd um sem verður að tilfinningu og verður ofsalega vond tilfinning. Á sama tíma sveiflast ég í það að upplifa mikinn kærleika þannig að ég sveiflast tilfinningalega í mikinn kærleika og eitthvað ófyrirgefanlegt. Svo breytist þetta ófyrirgefanlega í sorg.“ Hefur séð táknmynd guðs, heilaga móður og aðrar verur Guðmundur segir að þessi upplifun hans haf breytt honum á undarlegan og varanlegan hátt.„Ég fór að gráta, ég hafði ekki grátið í mörg ár og fór að finna meiri og dýpri tilfinningar. Ég hef upplifað svona tengingu, svona kærleik: „allt er kærleikur“. Ég hef upplifað að þetta sé allt draumur sem við lifum í,“ segir Guðmundur. „Ég hef upplifað merkilega hluti þannig séð og hitt fyrir einhverja táknmynd guðs sem er móðir, heilaga móðir. Ég trúi á stokk og steina, ég er alveg komin þangað en ég kann samt áfram að keyra og veit hvenær ég á að þegja en hugmyndin um hvernig raunveruleikinn virkar er alveg farin út um gluggann. Algjörlega. Ég bara trúi að ef ég bið fyrir einhverjum þá muni viðkomandi líða betur. Hugmyndir mínar um það hvað er að vera manneskja eru algjörlega aðrar. Ég sé ekki lengur aðskilinn frá öðrum, ég geti upplifað sársauka annarrar manneskju, ég get hjálpað öðrum án þess að hitta viðkomandi. Ég sé ekki mikið geimverur eða álfa en ég hef séð verur sem koma og lækna mann og svona.“ stöð 2 „Maður verður að hafa húmor fyrir þessu en ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki,“ segir Guðmundur. Hann hafði heyrt að efnið gæti valdið persónuleikabreytingum og það fylgdi oft og tíðum ekki til góðs. En þetta getur líka haft slæm áhrif á fólk og segir Guðmundur að efnið sé alls ekki fyrir alla. Hann segir að fólk sem búi til dæmis á heimili þar sem er ofbeldi, búi við líkamleg veikindi eða eigi við geðræn vandamál að stríða ætti frekar að sleppa því að prófa efnið. En Guðmundur hefur einmitt sjálfur upplifað neikvæðar hliðar efnisins. „Það sem er skrítið við þetta er að ég er frekar jákvæður gagnvart þessu en ég hef átt svo slæma reynslu af því að ég kem ekki orðum yfir það. Liðið alveg óskaplega illa og upplifað einhvers konar áfall sem að ég veit ekki hvað er. Ég hef upplifað hræðilegt eitthvað eins og ofbeldi, ég veit ekki hvað það er, bara tilfinningin. Ég veit ekki hvort ég er gerandinn eða þolandinn.“ Mælir gegn því að reynslulaust fólk prófi Ayahuasca eitt Guðmundur segist halda að þetta sé nokkuð stór hópur sem hafi tekið þátt í Ayahuasca athöfnum á Íslandi og þá séu alltaf einhverjir sem geri þetta í sérstökum ferðum til útlanda. Te er innbyrgt til að upplifa ofskynjunaráhrifin sem Ayahuascalyfið veldur.stöð 2 Hann segir kostinn við það að fara t.d. til Perú þann að fólk sé látið slíta sig frá öllu því sem tilheyri hinu dags daglega lífi. Streitu úr vinnu og öllu því sem hamli manni og maður losi sig við það áður en athöfnin hefst. Fólk taki sér nokkurra daga frí fyrir athöfnina svo það sé bara eitt með sjálfu sér. Hér heima hins vegar sé þetta ekki gert, hausinn sé fullur af „skít“ þegar farið er inn í athöfnina og því sé ekki víst að reynslan verði eins djúpstæð og þegar hitt er gert. „Það er mjög mikið atriði að skapa þeim sem er að fara í svona reynslu mjög öruggt umhverfi, það er leitt með fallegri tónlist, tryggt að fólki geti liðið vel.“ Rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa í einhverjum tilfellum Þá hafa einhverjar rannsóknir bent til þess að efnið gæti orðið jákvætt vopn í baráttu læknavísindanna við fíknivandamálum, áfallastreituröskunum og þunglyndi. „Það var gerð mjög fræg rannsókn á fólki sem var með banvænan sjúkdóm, eins og krabbamein sem fær svo mikið sjokk að það fúnkerar ekki, er alveg í áfalli. Að gefa svoleiðis fólki, það gekk mjög vel og það var mjög falleg grein um þetta í New Yorker. Þetta hjálpaði fólki að upplifa sorgina.“ Einhverjar rannsóknir benda til þess að efnið geti haft jákvæð áhrif í baráttu læknavísindanna við fíknivanda, áfallastreytu og þunglyndi.stöð 2 Guðmundur mælir alls ekki með þessu fyrir hvern sem er og segir lykilatriði að gera þetta undir handleiðslu fólks sem þekkir vel inn á eiginleika Ayahuasca. „Fólk sem hefur aldrei prófað þetta áður og enginn sem þekkir þetta, mér líst ekki á að fólk sé að panta þetta á netinu og gera þetta í einhverjum sumarbústað.“ „Fólk finnur það sem það er að leita að, það er það skrítna við þessi efni, þú finnur það sem þú leitar að en þú veist ekkert hvað þetta er. Nú er ég búinn að fara nokkrum sinnum og hugmyndin mín um hvað þetta er hún er alveg búin að breytast. Bara hélt að þetta væri meðal við því að hjartað mitt væri lokað en þetta er mjög merkilegt fyrirbæri. Andlega reynslan er hin hliðin sem þarf að koma fram, fólki sem líður vel, stundar hugleiðslu, borðar hollt og gerir þetta getur öðlast andlega reynslu en svo kemur það til baka og þarf að halda áfram að stunda sína hugleiðslu og lifa sínu heilbrigða lífi. Þannig hin hliðin er að sinna andlegri iðkun, það er element í þessu.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Lyf Perú Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur svokallað (DMT) efni sem er á bannlista á Íslandi og víðar. En þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Einn Þeirra er Guðmundur Ragnar Guðmundsson og segir hann frá sinni eigin reynslu af efninu í Íslandi í dag. Hann hefur prófað efnið nokkrum sinnum í svokölluðum Ayahuasca athöfnum þar sem margir aðilar neyta efnisins saman undir handleiðslu nokkurskonar seiðkarls sem þekkir vel inn á eiginleika efnisins. En hvað er þetta nákvæmlega og hvað gerist þegar maður innbyrðir náttúruseyðið ayahuasca? Úr Ayahuasca athöfn þar sem margir koma saman og neyta efnisins undir handleiðslu seiðkarls.stöð 2 „Ég myndi segja að þetta sé eins og ýkt útgáfa af því að slaka á gagnvart bremsum sem maður hefur innra með sjálfum sér. Til dæmis hef ég haft mikið að gera, mikið stress og erfið samskipti og komin í einhverja spennu sem ég tek ekki eftir þá losnar um það. Það losnar svolítið um stjórnina sem ég hef á því hvað ég skynja,“ segir Guðmundur. „Það eru tvær jurtir sem eru notaðar í þetta, önnur jurtin er vafningsjurt sem heitir Ayahuasca, stilkurinn af henni er notaður í þetta. Efnin sem eru í því eru róandi og slakandi efni og ekki mjög áhrifarík. Svo eru lauf af tré sem innihalda DMT sem veldur skynbreytingum og þetta er soðið saman í eins konar te, sem er frekar vont á bragðið.“ Guðmundur segir það heilmikla kúnst að geta gert svona te og segir hann að eins konar víma fáist úr því að drekka teið. „Þetta er óvanalegt ástand miðað við hvernig við erum daglega en þetta er ekki vímuefni í merkingunni að komast frá sjálfum sér. Sumir segja að vímuefni sé efni til að aftengja sig, deyfa sig með tóbaki, örva sig með einhverju og koma sér frá sjálfum sér en þetta er meira að maður horfi í spegil. Þannig að það fer eftir því hvað fólk meinar með vímu, þetta er allavega óvanalegt ástand miðað við hvernig maður er dags daglega,“ segir Guðmundur. Blandað er tvenns konar jurtum saman til að búa til Ayahuasca teið, þar á meðal stilknum af Ayahuasca jurtinni sem sést hér.stöð 2 Guðmundur segir ekki auðvelt að kalla efnið fíkniefni. Fólk sæki sjaldan í efnið strax aftur. „Þetta er oft þannig reynsla að fólk þarf að vinna úr einhverju sem það sá og eitthvað svoleiðis og það er mjög óalgengt að fólk stundi þetta, ég get eiginlega ekki séð hvernig það ætti að vera hægt.“ Vildi komast að því af hverju hann væri tilfinningalega frosinn Guðmundur ákvað að próf Ayahuasca eftir að hann byrjaði að vinna í sjálfum sér og komst að því að hann væri stíflaður tilfinningalega að eigin sögn. stöð 2 „Ég er búinn að þurfa að vinna í sjálfum mér, þurfti að hætta að drekka og vinna í sjálfum mér og hvernig mín æska var og svona, dálítið algeng vandamál og ég var orðinn stíflaður tilfinningalega. Ég á tvær dætur og náði ekki að tengjast þeim tilfinningalega og var bara dáldið svona róbot, var að reyna að gera mitt besta og þykjast vera góð manneskja. Og þannig fór Guðmundur í sína fyrstu Ayahuasca athöfn. Þar situr fólk saman og fólk er á staðnum sem passar upp á þá sem taka þátt í athöfninni og leitt er með tónlist. „Ég kem á staðinn til þess að drekka þetta te og skynja hvað er á bak við þetta frost sem er í mér. Það gerist þarna eitthvað sem ég hafði haft hugmynd um sem verður að tilfinningu og verður ofsalega vond tilfinning. Á sama tíma sveiflast ég í það að upplifa mikinn kærleika þannig að ég sveiflast tilfinningalega í mikinn kærleika og eitthvað ófyrirgefanlegt. Svo breytist þetta ófyrirgefanlega í sorg.“ Hefur séð táknmynd guðs, heilaga móður og aðrar verur Guðmundur segir að þessi upplifun hans haf breytt honum á undarlegan og varanlegan hátt.„Ég fór að gráta, ég hafði ekki grátið í mörg ár og fór að finna meiri og dýpri tilfinningar. Ég hef upplifað svona tengingu, svona kærleik: „allt er kærleikur“. Ég hef upplifað að þetta sé allt draumur sem við lifum í,“ segir Guðmundur. „Ég hef upplifað merkilega hluti þannig séð og hitt fyrir einhverja táknmynd guðs sem er móðir, heilaga móðir. Ég trúi á stokk og steina, ég er alveg komin þangað en ég kann samt áfram að keyra og veit hvenær ég á að þegja en hugmyndin um hvernig raunveruleikinn virkar er alveg farin út um gluggann. Algjörlega. Ég bara trúi að ef ég bið fyrir einhverjum þá muni viðkomandi líða betur. Hugmyndir mínar um það hvað er að vera manneskja eru algjörlega aðrar. Ég sé ekki lengur aðskilinn frá öðrum, ég geti upplifað sársauka annarrar manneskju, ég get hjálpað öðrum án þess að hitta viðkomandi. Ég sé ekki mikið geimverur eða álfa en ég hef séð verur sem koma og lækna mann og svona.“ stöð 2 „Maður verður að hafa húmor fyrir þessu en ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki,“ segir Guðmundur. Hann hafði heyrt að efnið gæti valdið persónuleikabreytingum og það fylgdi oft og tíðum ekki til góðs. En þetta getur líka haft slæm áhrif á fólk og segir Guðmundur að efnið sé alls ekki fyrir alla. Hann segir að fólk sem búi til dæmis á heimili þar sem er ofbeldi, búi við líkamleg veikindi eða eigi við geðræn vandamál að stríða ætti frekar að sleppa því að prófa efnið. En Guðmundur hefur einmitt sjálfur upplifað neikvæðar hliðar efnisins. „Það sem er skrítið við þetta er að ég er frekar jákvæður gagnvart þessu en ég hef átt svo slæma reynslu af því að ég kem ekki orðum yfir það. Liðið alveg óskaplega illa og upplifað einhvers konar áfall sem að ég veit ekki hvað er. Ég hef upplifað hræðilegt eitthvað eins og ofbeldi, ég veit ekki hvað það er, bara tilfinningin. Ég veit ekki hvort ég er gerandinn eða þolandinn.“ Mælir gegn því að reynslulaust fólk prófi Ayahuasca eitt Guðmundur segist halda að þetta sé nokkuð stór hópur sem hafi tekið þátt í Ayahuasca athöfnum á Íslandi og þá séu alltaf einhverjir sem geri þetta í sérstökum ferðum til útlanda. Te er innbyrgt til að upplifa ofskynjunaráhrifin sem Ayahuascalyfið veldur.stöð 2 Hann segir kostinn við það að fara t.d. til Perú þann að fólk sé látið slíta sig frá öllu því sem tilheyri hinu dags daglega lífi. Streitu úr vinnu og öllu því sem hamli manni og maður losi sig við það áður en athöfnin hefst. Fólk taki sér nokkurra daga frí fyrir athöfnina svo það sé bara eitt með sjálfu sér. Hér heima hins vegar sé þetta ekki gert, hausinn sé fullur af „skít“ þegar farið er inn í athöfnina og því sé ekki víst að reynslan verði eins djúpstæð og þegar hitt er gert. „Það er mjög mikið atriði að skapa þeim sem er að fara í svona reynslu mjög öruggt umhverfi, það er leitt með fallegri tónlist, tryggt að fólki geti liðið vel.“ Rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa í einhverjum tilfellum Þá hafa einhverjar rannsóknir bent til þess að efnið gæti orðið jákvætt vopn í baráttu læknavísindanna við fíknivandamálum, áfallastreituröskunum og þunglyndi. „Það var gerð mjög fræg rannsókn á fólki sem var með banvænan sjúkdóm, eins og krabbamein sem fær svo mikið sjokk að það fúnkerar ekki, er alveg í áfalli. Að gefa svoleiðis fólki, það gekk mjög vel og það var mjög falleg grein um þetta í New Yorker. Þetta hjálpaði fólki að upplifa sorgina.“ Einhverjar rannsóknir benda til þess að efnið geti haft jákvæð áhrif í baráttu læknavísindanna við fíknivanda, áfallastreytu og þunglyndi.stöð 2 Guðmundur mælir alls ekki með þessu fyrir hvern sem er og segir lykilatriði að gera þetta undir handleiðslu fólks sem þekkir vel inn á eiginleika Ayahuasca. „Fólk sem hefur aldrei prófað þetta áður og enginn sem þekkir þetta, mér líst ekki á að fólk sé að panta þetta á netinu og gera þetta í einhverjum sumarbústað.“ „Fólk finnur það sem það er að leita að, það er það skrítna við þessi efni, þú finnur það sem þú leitar að en þú veist ekkert hvað þetta er. Nú er ég búinn að fara nokkrum sinnum og hugmyndin mín um hvað þetta er hún er alveg búin að breytast. Bara hélt að þetta væri meðal við því að hjartað mitt væri lokað en þetta er mjög merkilegt fyrirbæri. Andlega reynslan er hin hliðin sem þarf að koma fram, fólki sem líður vel, stundar hugleiðslu, borðar hollt og gerir þetta getur öðlast andlega reynslu en svo kemur það til baka og þarf að halda áfram að stunda sína hugleiðslu og lifa sínu heilbrigða lífi. Þannig hin hliðin er að sinna andlegri iðkun, það er element í þessu.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Lyf Perú Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira