Tvö ár í dag síðan að Liverpool breytti örlögum félagsins með því að selja sinn besta mann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 17:15 Alisson Becker og Virgil van Dijk. Getty/Andrew Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira