Fyrsti leikur Zlatan Ibrahimovic með AC Milan í beinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 13:00 Zlatan Ibrahimovic með AC Milan treyjuna sína en hann spilar í númer 21 út þetta tímabil Mynd/Twitter/@acmilan Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic gæti spilað sinn fyrsta leik með AC Milan í dag þegar liðið mætir Sampdoria. Hinn 38 ára gamla lifandi goðsögn skrifaði undir sex mánaða samning við AC Milan eftir að hann yfirgaf bandaríska félagið Los Angeles Galaxy. Zlatan er að snúa aftur til félagsins þar sem hann spilaði áður á árunum 2010 til 2012. Zlatan Ibrahimovic hefur alls skorað 122 mörk í Seríu A á Ítalíu fyrir Internazionale Milan, Juventus og AC Milan þar af 42 mörk í 61 leik með AC Milan. Zlatan varð ítalskur meistari með AC Milan vorið 2011 en nú eru breyttir tímar og liðið er aðeins í ellefta sæti deildarinnar. #MilanSampdoria Here's our first squad list of the year Sono 23 i convocati per la 18° di Serie A#SempreMilanpic.twitter.com/U9lwBjk2kw— AC Milan (@acmilan) January 5, 2020 Þegar Zlatan lék síðast með AC Milan tímabilið 2011-12 þá skoraði hann 28 mörk og gaf 8 stoðsendingar í 32 leikjum. Hann skoraði þá 13 mörk í síðustu 13 deildarleikjum tímabilsins. Zlatan Ibrahimovic er í leikmannahópi Stefano Pioli fyrir leikinn í dag en hann skoraði í æfingarleik með AC Milan í 9-0 sigri á móti neðrideildarliðinu Rhodense á föstudaginn. Leikurinn fer fram á óvenjulegum tíma á mánudegi. Þrettándinn er nefnilega frídagur á Ítalíu og alls eru sex leikir í ítölsku deildinni í dag. Fjórir þeirra eru í beinni þar á meðal leikur AC Milan og Sampdoria sem hefst klukkan 14.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Leikir Bologna-Fiorentina (S2 Sport kl. 11.30), Juventus-Cagliari (S2 Sport kl. 14.00) og Napoli-Inter (S2 Sport 3 kl.19.45) eru einnig sýndir í beinni útsendingu í dag. Ooooh Ibrahimović, Ibrahimović, Ibrahimović... (Imagine this with a full stadium )#IZBACK#SempreMilan@Ibra_officialpic.twitter.com/G1PfS688n3— AC Milan (@acmilan) January 3, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic gæti spilað sinn fyrsta leik með AC Milan í dag þegar liðið mætir Sampdoria. Hinn 38 ára gamla lifandi goðsögn skrifaði undir sex mánaða samning við AC Milan eftir að hann yfirgaf bandaríska félagið Los Angeles Galaxy. Zlatan er að snúa aftur til félagsins þar sem hann spilaði áður á árunum 2010 til 2012. Zlatan Ibrahimovic hefur alls skorað 122 mörk í Seríu A á Ítalíu fyrir Internazionale Milan, Juventus og AC Milan þar af 42 mörk í 61 leik með AC Milan. Zlatan varð ítalskur meistari með AC Milan vorið 2011 en nú eru breyttir tímar og liðið er aðeins í ellefta sæti deildarinnar. #MilanSampdoria Here's our first squad list of the year Sono 23 i convocati per la 18° di Serie A#SempreMilanpic.twitter.com/U9lwBjk2kw— AC Milan (@acmilan) January 5, 2020 Þegar Zlatan lék síðast með AC Milan tímabilið 2011-12 þá skoraði hann 28 mörk og gaf 8 stoðsendingar í 32 leikjum. Hann skoraði þá 13 mörk í síðustu 13 deildarleikjum tímabilsins. Zlatan Ibrahimovic er í leikmannahópi Stefano Pioli fyrir leikinn í dag en hann skoraði í æfingarleik með AC Milan í 9-0 sigri á móti neðrideildarliðinu Rhodense á föstudaginn. Leikurinn fer fram á óvenjulegum tíma á mánudegi. Þrettándinn er nefnilega frídagur á Ítalíu og alls eru sex leikir í ítölsku deildinni í dag. Fjórir þeirra eru í beinni þar á meðal leikur AC Milan og Sampdoria sem hefst klukkan 14.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Leikir Bologna-Fiorentina (S2 Sport kl. 11.30), Juventus-Cagliari (S2 Sport kl. 14.00) og Napoli-Inter (S2 Sport 3 kl.19.45) eru einnig sýndir í beinni útsendingu í dag. Ooooh Ibrahimović, Ibrahimović, Ibrahimović... (Imagine this with a full stadium )#IZBACK#SempreMilan@Ibra_officialpic.twitter.com/G1PfS688n3— AC Milan (@acmilan) January 3, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira