Agnes Lára Árnadóttir, sem þeytir reglulega skífum undir nafninu aggalá, setti saman 101 lags lista til að leiða lesendur inn í árið 2020.
Agnes er hluti dularfulla hópsins Volume11, en von er á einhverjum viðburðum frá þeim á næstunni.
Hún og Þóra Sayaka mynda svo teknósnúðatvíeykið Church Radio.
Á döfinni hjá Agnesi eru bara hin hefðbundnu dj gigg, listsköpun og vinna. Listann segir hún einfaldlega vera „föstudags ástandið“.
