Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:00 Virgil van Dijk, Pep Guardiola og Lionel Messi. Samsett/Getty Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira