Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 20:00 Isabel Dos Santos. Vísir/Getty Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. Talið er að eignir hennar nemi tveimur milljörðum dollara. Fjölmiðlar á borð við BBC, The Guardian, New York Times og á fjórða tug annarra víða um heim hafa undanfarna sjö mánuði rannsakað gríðarlegan gagnaleka sem á uppruna sinn úr viðskiptaveldi Dos Santons, með hjálp International Consortium of Investigative Journalists, sem meðal annars kom að rannsókn Panama-skjalanna á sínum tíma. Afrakstur rannsóknarinnar var birtur í kvöld.Gagnalekinn hefur fengið nafnið Luanda-skjölin en Luanda er höfuðborg Angóla. Í lekanum má finna yfir 700 þúsund skjöl sem fjölmiðlarnir sem rannsakað hafa þau segja varpa ljósi á vafasama viðskiptahætti Dos Santos. Meðal annars hvernig hún hafi nýtt tengsl sín við yfirvöld í Angóla. Faðir hennar, Jose Eduardo dos Santos, var við völd í Angóla í hátt í fjörutíu ár, frá 1979 til 2017. Sögð hafa yfirgefið Angóla Yfirvöld í Angóla hafa Dos Santos til rannsóknar en saksóknari greindi Guardian frá því að talið sé að hún hafi flúið land árið 2018, aðeins örfáum klukkustundum eftir að óskað var eftir því að hún kæmi til yfirheyrslu.Þannig hafa yfirvöld í Angóla fryst eignir hennar, eiginmanns hennar og nánasta ráðgjafa. Eru þau sökuð um að hafa skaðað angólska ríkið með viðskiptum þeirra við olíu- og demantafyrirtæki í eigu ríkisins.Í yfirlýsingu frá lögfræðingi hennar til fjölmiðlanna sem fjalla um málið í kvöld, hafnar hún öllum ásökunum. Þær séu runnar undir rifjum núverandi yfirvalda í Angóla og að pólitískar hvatir búi að baki. Forsíða umfjöllunar Guardian um málið.Mynd/Guardian. Vafasamir viðskiptagerningar Á vef BBC segir að stærstur hluti ríkidæmis Dos Santos sé falinn í eignarhlut hennar í portúgalska orkufyrirtækinu Galp, en eitt af eignarhaldsfélögum hennar keypti það af angólska ríkisolíufyrirtækinu Sonangol. Kemur fram að Dos Santos hafi aðeins þurft að greiða fimmtán prósent af kaupverðinu til að byrja með en afganginum hafi verið breytt í lágvaxtalán frá Songangol. Hafði Dos Santos ellefu ár til að greiða lánið til baka.Alls var kaupverðið 63 milljónir evra en Galp er nú talið vera virði 750 milljóna evra.Dos Santos tók við stjórnartaumunum hjá Sonangol árið 2016 en gögnin sýna að sama dag og þegar hún var látin fara árið 2017 hafi hún samþykkt 58 milljón dollara greiðslur í ráðgjafagreiðslur til fyrirtækis í Dubai sem stýrt var af samstarfsfélaga hennar og í eigu vinar hennar.Nánar má lesa um málið á vef BBC, The Guardian, New York Time Angóla Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. Talið er að eignir hennar nemi tveimur milljörðum dollara. Fjölmiðlar á borð við BBC, The Guardian, New York Times og á fjórða tug annarra víða um heim hafa undanfarna sjö mánuði rannsakað gríðarlegan gagnaleka sem á uppruna sinn úr viðskiptaveldi Dos Santons, með hjálp International Consortium of Investigative Journalists, sem meðal annars kom að rannsókn Panama-skjalanna á sínum tíma. Afrakstur rannsóknarinnar var birtur í kvöld.Gagnalekinn hefur fengið nafnið Luanda-skjölin en Luanda er höfuðborg Angóla. Í lekanum má finna yfir 700 þúsund skjöl sem fjölmiðlarnir sem rannsakað hafa þau segja varpa ljósi á vafasama viðskiptahætti Dos Santos. Meðal annars hvernig hún hafi nýtt tengsl sín við yfirvöld í Angóla. Faðir hennar, Jose Eduardo dos Santos, var við völd í Angóla í hátt í fjörutíu ár, frá 1979 til 2017. Sögð hafa yfirgefið Angóla Yfirvöld í Angóla hafa Dos Santos til rannsóknar en saksóknari greindi Guardian frá því að talið sé að hún hafi flúið land árið 2018, aðeins örfáum klukkustundum eftir að óskað var eftir því að hún kæmi til yfirheyrslu.Þannig hafa yfirvöld í Angóla fryst eignir hennar, eiginmanns hennar og nánasta ráðgjafa. Eru þau sökuð um að hafa skaðað angólska ríkið með viðskiptum þeirra við olíu- og demantafyrirtæki í eigu ríkisins.Í yfirlýsingu frá lögfræðingi hennar til fjölmiðlanna sem fjalla um málið í kvöld, hafnar hún öllum ásökunum. Þær séu runnar undir rifjum núverandi yfirvalda í Angóla og að pólitískar hvatir búi að baki. Forsíða umfjöllunar Guardian um málið.Mynd/Guardian. Vafasamir viðskiptagerningar Á vef BBC segir að stærstur hluti ríkidæmis Dos Santos sé falinn í eignarhlut hennar í portúgalska orkufyrirtækinu Galp, en eitt af eignarhaldsfélögum hennar keypti það af angólska ríkisolíufyrirtækinu Sonangol. Kemur fram að Dos Santos hafi aðeins þurft að greiða fimmtán prósent af kaupverðinu til að byrja með en afganginum hafi verið breytt í lágvaxtalán frá Songangol. Hafði Dos Santos ellefu ár til að greiða lánið til baka.Alls var kaupverðið 63 milljónir evra en Galp er nú talið vera virði 750 milljóna evra.Dos Santos tók við stjórnartaumunum hjá Sonangol árið 2016 en gögnin sýna að sama dag og þegar hún var látin fara árið 2017 hafi hún samþykkt 58 milljón dollara greiðslur í ráðgjafagreiðslur til fyrirtækis í Dubai sem stýrt var af samstarfsfélaga hennar og í eigu vinar hennar.Nánar má lesa um málið á vef BBC, The Guardian, New York Time
Angóla Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira