Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 15:50 Erdogan Tyrklandsforseti segir að Evrópa þurfi að gæta sín vegna nýrra ógna í Líbíu. getty/Sean Gallup Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15