Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að 30 ára bið Liverpool eftir enska deildarmeistaratitlinum ætti að vera lexía fyrir leikmenn United.
Allar líkur eru á því að Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool vinni fyrsta enska meistaratitil í sögu félagsins síðan það stóð uppi með gullið 1990.
Liverpool er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða en Liverpool og United mætast einmitt um helgina.
'We're working hard to make sure DOESN'T happen'
— MailOnline Sport (@MailSport) January 17, 2020
Ole Gunnar Solskjaer insists Liverpool's 30-year wait for a league title should act as a lesson to his Manchester United stars#MUFChttps://t.co/ILG4hDvcwU
„Þetta er ástæðan fyrir því að leikmennirnir leggja hart að sér svo þetta gerist ekki og þetta ætti að vera lexía fyrir okkur,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi i gær.
Síðasti Englandsmeistaratitill United kom árið 2013 en Solskjær hefur trú á verkefninu.
„Þeir hafa verið nálægt því nokkrum sinnum en við getum ekki farið í gegnum 24 ár án þess að vinna deildina. Ég er viss um að það gerist ekki. Þetta mun taka tíma en við munum komast þangað.“