Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:08 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12