„Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 07:00 Oskar er 27 ára vinstri bakvörður. vísir/getty Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti