Björgunarsveitir hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp Jóns Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 08:30 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum síðustu vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan. Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan.
Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira