Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn.
Hildur er sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu en Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma.
Hildur hefur nú þegar unnið Golden Globe verðlaunin og þykir hún heldur betur líkleg til að fá Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn.
Börn náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin árið 1992.
Björk og Sjón voru tilnefnd árið 2001 í flokknum besta lagið í kvikmynd fyrir lagið I've Seen It All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark.
Þá voru þeir Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi tilnefndir fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn árið 2006.
Congratulations to the Original Score nominees! #OscarNoms pic.twitter.com/GWgkGI46Pn
— The Academy (@TheAcademy) January 13, 2020