Skoða festingar gámabílsins eftir alvarlegt slys á Vesturlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:25 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins á föstudag. Jóhann K. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira