Hundruð barna hverfa sporlaust úr búðum Róhingja Heimsljós kynnir 13. janúar 2020 11:00 Átta ára dóttir Kulsum Bahar (27) hvarf fyrir fjórtán mánuðum.Stúlkan var á leið heim úr skólamiðstöðinni í Balukhali-búðunum í Cox's Bazar. Móðirin telur víst að dóttur hennar hafi verið rænt og hún seld mansali. UNICEF „Ljóst er að ekkert gott bíður þeirra barna sem lenda í klóm þessara glæpamanna sem selja þau áfram í hagnaðarvon til annarra glæpamanna í nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá UNICEF þar sem fjallað er um fjölgun tilkynninga um týnd börn og stafest tilvik mannráns í flóttamannabúðum Róhingja í Cox´s Bazar í Bangladess. UNICEF segir að mannshvörfin tengist í mörgum tilvikum mansalshringjum og flóttamannasmyglurum. UNICEF fær reglulega upplýsingar í gegnum samstarfsaðila um stöðu þessara mála. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var tilkynnt um 281 mansalsmál þar sem börn áttu í hlut, 156 stúlkur og 125 drengir. Á tveimur árum, frá ágúst 2017 til 1. september 2019, voru skráð 1.100 mál þar sem grunur var um mansal á börnum. Landsnefnd UNICEF birtir á vef sínum átakanlegar sögur nokkurra foreldra barna sem hafa horfið úr flóttamannabúðunum á síðustu misserum. „Oft er þó erfitt að sanna ásakanir í þessum málum og erfitt að staðfesta raunverulegt umfang vandans þar sem ekki öll tilfelli eru tilkynnt og það getur tekið langan tíma að gera það. Sérstaklega þegar börn og ungmenn hverfa algjörlega sporlaust,“ segir í fréttinni. UNICEF segir að fátækt og algjör skortur á tækifærum til að vinna fyrir sér í búðunum sé talin helsti drifkraftur glæpastarfseminnar. „Flóttamönnum er bannað að vinna fyrir sér sem gerir til dæmis þær hundruð þúsunda sem búa í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess algjörlega háðar mannúðaraðstoð. Aðstæður sem þessar ala á örvæntingu, áhættusækni og auka hættuna á misnotkun ýmiskonar. Örvæntingarfullar fjölskyldur senda oft börnin sín í hættuleg störf utan búðanna því það er engin önnur leið til að vinna fyrir sér innan þeirra. Gylliboð glæpamanna um betra líf annars staðar geta síðan verið lokkandi fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp. Mansalsfórnarlömb enda oft annars staðar í Bangladess, eða í Malasíu, Taílandi, Indlandi og Evrópu og átta sig ekki á þeim hættulegu aðstæðum sem þau eru í fyrr en það er um seinan.“ UNICEF vinnur öflugt starf við að upplýsa fólk um hættur mansals, aðstoða og vernda börn og ungmenni í þessum búðum ásamt samstarfsfélögum. Að mati UNICEF þarf þó meira að gera innan þessara búða eins og að auka tækifæri kvenna, stúlkna, drengja og unglinga innan þeirra til að bæta líf sitt svo gylliboð glæpamanna heilli ekki lengur. UNICEF á Íslandi stóð fyrir neyðarsöfnun fyrir Róhingja á flótta í lok árs 2017 og framlög frá almenningi hér á landi nýttust í að veita börnum sem voru nýkomin í flóttamannabúðirnar lífsnauðsynlega hjálp. Framlög heimsforeldra hafa einnig runnið til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn á flótta frá Mjanmar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Bangladess Róhingjar Þróunarsamvinna Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent
„Ljóst er að ekkert gott bíður þeirra barna sem lenda í klóm þessara glæpamanna sem selja þau áfram í hagnaðarvon til annarra glæpamanna í nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá UNICEF þar sem fjallað er um fjölgun tilkynninga um týnd börn og stafest tilvik mannráns í flóttamannabúðum Róhingja í Cox´s Bazar í Bangladess. UNICEF segir að mannshvörfin tengist í mörgum tilvikum mansalshringjum og flóttamannasmyglurum. UNICEF fær reglulega upplýsingar í gegnum samstarfsaðila um stöðu þessara mála. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var tilkynnt um 281 mansalsmál þar sem börn áttu í hlut, 156 stúlkur og 125 drengir. Á tveimur árum, frá ágúst 2017 til 1. september 2019, voru skráð 1.100 mál þar sem grunur var um mansal á börnum. Landsnefnd UNICEF birtir á vef sínum átakanlegar sögur nokkurra foreldra barna sem hafa horfið úr flóttamannabúðunum á síðustu misserum. „Oft er þó erfitt að sanna ásakanir í þessum málum og erfitt að staðfesta raunverulegt umfang vandans þar sem ekki öll tilfelli eru tilkynnt og það getur tekið langan tíma að gera það. Sérstaklega þegar börn og ungmenn hverfa algjörlega sporlaust,“ segir í fréttinni. UNICEF segir að fátækt og algjör skortur á tækifærum til að vinna fyrir sér í búðunum sé talin helsti drifkraftur glæpastarfseminnar. „Flóttamönnum er bannað að vinna fyrir sér sem gerir til dæmis þær hundruð þúsunda sem búa í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess algjörlega háðar mannúðaraðstoð. Aðstæður sem þessar ala á örvæntingu, áhættusækni og auka hættuna á misnotkun ýmiskonar. Örvæntingarfullar fjölskyldur senda oft börnin sín í hættuleg störf utan búðanna því það er engin önnur leið til að vinna fyrir sér innan þeirra. Gylliboð glæpamanna um betra líf annars staðar geta síðan verið lokkandi fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp. Mansalsfórnarlömb enda oft annars staðar í Bangladess, eða í Malasíu, Taílandi, Indlandi og Evrópu og átta sig ekki á þeim hættulegu aðstæðum sem þau eru í fyrr en það er um seinan.“ UNICEF vinnur öflugt starf við að upplýsa fólk um hættur mansals, aðstoða og vernda börn og ungmenni í þessum búðum ásamt samstarfsfélögum. Að mati UNICEF þarf þó meira að gera innan þessara búða eins og að auka tækifæri kvenna, stúlkna, drengja og unglinga innan þeirra til að bæta líf sitt svo gylliboð glæpamanna heilli ekki lengur. UNICEF á Íslandi stóð fyrir neyðarsöfnun fyrir Róhingja á flótta í lok árs 2017 og framlög frá almenningi hér á landi nýttust í að veita börnum sem voru nýkomin í flóttamannabúðirnar lífsnauðsynlega hjálp. Framlög heimsforeldra hafa einnig runnið til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn á flótta frá Mjanmar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Bangladess Róhingjar Þróunarsamvinna Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent