Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 10:30 Nantes seldi Emiliano Sala til Cardiff City en leikmaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Hér minnast stuðningsmenn Argentínumannsins. Getty/Michael Steele Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. Emiliano Sala lést 21. janúar 2019 þegar tveggja manna flugvél fórst í Ermarsundinu á leið sinni frá Frakklandi til Wales. Cardiff City hefur neitað að greiða þær fimmtán milljónir punda sem félögin höfðu komið sér saman um. Velska félagið ætlar að láta hart mæta hörðu í þessu máli. FC Nantes say they're "absolutely stunned" after Cardiff City passed on details to prosecutors in France to consider whether the French club has a case to answer over the death of Emiliano Sala. Full storyhttps://t.co/SAjGlvyidLpic.twitter.com/WOgq21w0VG— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020 Ástæðan fyrir því að Cardiff City neitar að greiða þennan pening er að velska félagið telur sig hafa nægar sannanir fyrir því að lög hafi verið brotin þegar Emiliano Sala var leyft að fljúga frá Frakklandi til Wales í lítilli flugvél. Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff manna. Þeir saka forráðamenn Cardiff um að reyna að nýta sér þennan harmleik með því að reyna að blanda yfirvöldum í Fraklandi í málið. Skýrsla um ástæður flugslyssins kemur væntanlega út í mars næstkomandi. En rannsóknarnefnd flugslysa, AAIB, hefur þegar gefið það út að kolmónoxíð hafi fundist í blóði Sala. Lík Emiliano Sala fannst 8. febrúar en lík flugmannsins hefur aldrei fundist. Nantes have accused Cardiff of exploiting the tragedy of the death of Emiliano Sala after they called on French authorities to launch an investigation.https://t.co/M2GPXnKNY0— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020 Í september síðastliðnum úrskurðaði FIFA að Cardiff City yrði að borga fyrir leikmanninn og byrja á því að greiða fyrstu greiðslu sem var 5,3 milljónir punda. Carditt áfrýjaði þeim úrskurði og Íþróttadómstóllinn í Lausanne mun væntanlega taka málið fyrir í vor og dómur gæti þá fallið í júní. Cardiff City heimtar að frönsk yfirvöld setji af stað rannsókn á þessu máli og velska félagið leggur þar áherslu á að fá ekki aðeins að vita ástæður fyrir því að flugvél Emiliano Sala hrapaði heldur vill CCFC einnig fá í gang rannsókn á notkun á ólöglegum flugvélum í franska fótboltaheiminum og þátttöku milligöngumanna í félagsskipum fótboltamanna. Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. Emiliano Sala lést 21. janúar 2019 þegar tveggja manna flugvél fórst í Ermarsundinu á leið sinni frá Frakklandi til Wales. Cardiff City hefur neitað að greiða þær fimmtán milljónir punda sem félögin höfðu komið sér saman um. Velska félagið ætlar að láta hart mæta hörðu í þessu máli. FC Nantes say they're "absolutely stunned" after Cardiff City passed on details to prosecutors in France to consider whether the French club has a case to answer over the death of Emiliano Sala. Full storyhttps://t.co/SAjGlvyidLpic.twitter.com/WOgq21w0VG— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020 Ástæðan fyrir því að Cardiff City neitar að greiða þennan pening er að velska félagið telur sig hafa nægar sannanir fyrir því að lög hafi verið brotin þegar Emiliano Sala var leyft að fljúga frá Frakklandi til Wales í lítilli flugvél. Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff manna. Þeir saka forráðamenn Cardiff um að reyna að nýta sér þennan harmleik með því að reyna að blanda yfirvöldum í Fraklandi í málið. Skýrsla um ástæður flugslyssins kemur væntanlega út í mars næstkomandi. En rannsóknarnefnd flugslysa, AAIB, hefur þegar gefið það út að kolmónoxíð hafi fundist í blóði Sala. Lík Emiliano Sala fannst 8. febrúar en lík flugmannsins hefur aldrei fundist. Nantes have accused Cardiff of exploiting the tragedy of the death of Emiliano Sala after they called on French authorities to launch an investigation.https://t.co/M2GPXnKNY0— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020 Í september síðastliðnum úrskurðaði FIFA að Cardiff City yrði að borga fyrir leikmanninn og byrja á því að greiða fyrstu greiðslu sem var 5,3 milljónir punda. Carditt áfrýjaði þeim úrskurði og Íþróttadómstóllinn í Lausanne mun væntanlega taka málið fyrir í vor og dómur gæti þá fallið í júní. Cardiff City heimtar að frönsk yfirvöld setji af stað rannsókn á þessu máli og velska félagið leggur þar áherslu á að fá ekki aðeins að vita ástæður fyrir því að flugvél Emiliano Sala hrapaði heldur vill CCFC einnig fá í gang rannsókn á notkun á ólöglegum flugvélum í franska fótboltaheiminum og þátttöku milligöngumanna í félagsskipum fótboltamanna.
Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira