Guðrún Brá komin á Evrópumótaröðina: Var harðákveðin að ná þessu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 28. janúar 2020 19:00 Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið. Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira