Í undanúrslitaþætti Allir geta dansað voru pörin mjög jöfn að stigum eftir einkunnir dómara. Frábærar framfarir og flottar lyftur einkenndu þáttinn og mörg pörin áttu sína bestu frammistöðu þáttaraðarinnar.
Mjög mjótt var á munum eftir símakosninguna og þar sem mistök urðu þegar símanúmer Völu Eiríks og Sigga var á skjánum þegar sýnt var úr dansatriði Manuelu og Jóns Eyþórs. Málið var leyst þannig að öll fimm pörin munu dansa aftur í úrslitaþættinum á föstudaginn.





Í albúminu hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem Marínó Flóvent ljósmyndari okkar tók á þessu dramatíska danskvöldi.