Dregið var í fimmtu umferð enska bikarsins í kvöld þrátt fyrir að ekki sé búið að útkljá öll einvígin úr fjórðu umferðinni.
Fyrrum ensku bikarmeistararnir, Glen Johnson og Teddy Sheringham, hjálpuðu til við dráttinn.
Who's going to take a step closer to lifting the #FACup like Gary?
— Match of the Day (@BBCMOTD) January 27, 2020
It's time for the fifth-round draw on The One Show on @BBCOne! pic.twitter.com/15Xuth0iKP
Það verður stórleikur milli Chelsea og Liverpool í fimmtu umferðinni vinni Liverpool síðari leikinn gegn Shrewsbury en þeir munu stilla upp varaliði.
Manchester United mætir annað hvort Northampton eða Derby sem þurfa að mætast á nýjan leik á meðan ríkjandi meistarar í Man. City mæta toppbaráttuliði ensku B-deildarinnar, Sheffield Wednesday.
Wayne Rooney, er nú spilandi aðstoðarþjálfari Derby, og gæti hann því mætt sínum gömlu félögum í United en dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Drátturinn í heild sinni:
Sheffield Wednesday - Manchester City
Reading eða Cardiff - Sheffield United
Chelsea - Shrewsbury/Liverpool
West Brom - Newcastle/Oxford
Leicester - Coventry/Birmingham
Northampton/Derby - Manchester United
Southampton/Tottenham - Norwich
Portsmouth - Bournemouth/Arsenal